
Hver er ábyrgð stjórnmálaflokks og forsvarsmanna slíks flokks í ráðuneytum, á Alþingi og í ríkisstjórnum? Um brotin loforð orti Bubbi:
Brotin loforð alls staðar,
brotin hjörtu á dimmum bar,
brotnar sálir biðja um far
burt, burt, heim.
Þetta var útspil fyrir sl kosningar til Alþingis. Það gekk svo langt að ráðherra Framsóknarflokksins, m.a. fyrir tilstuðlan þess flokks í meirihlutanum í Mosfellsbæ, í lok nóvember sl. lofaði og stóð ekki við fyrirheitin sem enginn fótur var fyrir.
Hafði brunaúttekt á húsinu Blönduhlíð í Mosfellsbæ ekki farið fram og ekkert starfsleyfi lá fyrir. Meðferðarheimilið Blönduhlíð var ekki samþykkt sem meðferðarheimili. Stuðlar eru ekki starfræktir lengur sem hefðbundið meðferðarheimili eftir brunann og sex börnin, sem sæta nú meðferð, hafa endað á Vogi. Hvers vegna var ekki viðeigandi húsnæði tekið á leigu fyrir þessi börn strax í upphafi?
Heimild: https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/02/06/ovist_hvort_heimili_sem_radherra_opnadi_verdi_opnad