Fall í borgarstjórn


Meirihlutinn í höfuðborginni er fallinn. Vinstristjórn á Íslandi er að ganga sér til húðar og skammt í að pólitískt kvikuinnskotið nái undir Alþingishúsið við Austurvöll.

Fólk sem er á móti greiðum samgöngum, þ.m.t. flugsamgöngum og þá sjúkraflugi, hefur glatað vettvang sínum og trúverðugleika. Þéttingarstefnan er öfgastefna og veldur því m.a. að á meðan vextir lækka hefur svigrúm í miðju verðbólguskoti ekki verið nýtt til að fjölga byggingarlóðum á skipulagi.

Ljóst er að vinstri menn eru ekki stjórntækir heldur stjórnlindir sundrungamenn er skeyta hvorki um skömm né heiður.

Að standa í veginum fyrir sjúkraflutningum með flugi og almennum greiðum samgöngum er sósíalismi og argasta afturhald. Þannig öfgafólk á ekki að vera við völd.