Hér kemur framhald af pistli þeim er fjallaði um vatnsveituna í Austurhlíð í Biskupstungum, Bláskógarbyggð. Framhald þetta snýr að brag sem samin var eftir að unnið hafi verið að endurbótum vatnsveitunnar.
Ort um systurnar frá Austurhlíð þegar inntak vatnsveitunar gömlu var endurnýjað árið 2010
Sigurður Óskarsson (2010)Með bergskörðin hrjúf að baki
beittu þær Grettirstaki.
Við blágrýtisburðinn sveittar
bognar og ofurþreyttar.Með stein eftir stein í svaðið
var stunið bölvað og vaðið.
Og yfir þeim öskraði og hló
SÓ.
Þegar pistlahöfundur hafði komið þessum brag opinberlega á framfæri í Biskupstungum heyrði hann afspurnar að eitthvað gæti orkað tvímælis í honum. Sá honum sér ekki annað fært en að koma fram með bragabót. Óhætt er að segja að þar hafi skáldið farið með himinskautum.
Nýtt tunnukvæði 2020 – Bragabót frá fyrri vísu að kröfu viðkomandi
Sigurður Óskarsson (2010)Fallegar, liprar og ljúfar
í lynginu sátu þær bljúgar
og við hvíldina hvarf hún þeim mæðin.
Við Rjúpnagils rætur var staldrað,
rambað smá um og skvaldrað
og framundan Hellisholtshæðin.Hár þeirra bærðist í blænum,
blikaði sól á lænum,
í fjaska var fuglakliður.
Að verkinu vildu þær standa
út- valdar til munns og handa
og við lindina lögðust nær niður.Stelpnanna hvíld var þó stutt
steinar og mold voru flutt
og lindin var beisluð við bakka.
Undir verkstjórans ordum þær unnu
allt svo vel sem þær kunnu.
Og þeim voru verklok að þakka.