
Getur verið að Evrópusambandið (ESB) virði ekki tvennar kosningar til Alþingis á Íslandi? Kann það að vera?
Árið 2009 sótti fyrsta tveggja flokka vinstri stjórn Íslands um aðild að ESB. Vinstri grænir voru þá í ríkisstjórn, nú horfnir af þingi og mótuðu afstöðu gegn ESB þá sitjandi í ríkisstjórn á Íslandi. Árið 2013 var kosið á ný og 2015 var umsókn Íslands dregin til baka. Hér má lesa af vef Evrópuráðsins hvernig þetta ferli var og hver viðbrögð ráðsins voru við erindi um þetta efni bárust því.

Þar segir m.a. undir flokknum ,,status of negotiation“, í lauslegri þýðingu ,,staða samningaviðræðna“:
On 12 March 2015, in a letter to the presidency of the Council, the Foreign Affairs Minister of Iceland confirmed that the government of Iceland had no intention to resume its accession talks and stated that Iceland should not be regarded as a candidate country for EU membership. The Foreign Minister reiterated the importance of continued close relations and cooperation between the EU and Iceland based, in particular, on the EEA Agreement. The presidency of the Council took note of the letter. (sjá afrit af skjalinu hér: ESB vefsetur – skjal A)
Í lauslegri þýðingu segir hér að framan:
Þann 12. mars 2015 staðfesti utanríkisráðherra Íslands í bréfi til formennsku ráðsins [innskot: Leiðtogaráð ESB] að ríkisstjórnin hefði ekki í hyggju að hefja aðildarviðræður sínar á ný og sagði að Ísland ætti ekki að teljast umsóknarríki um aðild að ESB. Utanríkisráðherrann ítrekaði mikilvægi áframhaldandi náinna samskipta og samstarfs milli ESB og Íslands , einkum byggt á EES-samningnum. Formennska ráðsins tók bréfið til greina.
Þetta er alveg ljóst og mjög skýrt. Þessu til fyllingar (sbr. framangreint skjal, sjá hlekk á það að framan) var eftirfarandi áréttað eftir kosningar til Alþingis Íslendinga árið 2021 og barst þá eftirfarandi ítrekun:
Following the general elections in Iceland on 25 September 2021, the coalition government of Iceland set out a political programme that reiterated its position that Iceland was not seeking EU membership and that it would focus on implementing and developing the EEA agreement in a manner that will ensure Iceland’s interest and sovereignty.
Í lauslegri þýðingu segir hér að framan:
Eftir alþingiskosningarnar á Íslandi 25. september 2021 setti ríkisstjórnin fram stjórnmálaáætlun þar sem hún ítrekaði afstöðu sína um að Ísland sækist ekki eftir aðild að ESB og að hún myndi einbeita sér að því að innleiða og þróa EES-samninginn á þann hátt að hagsmunir og fullveldi Íslands séu tryggð.
Nýlega hafa verið dregnar fram e.k. eftiráskýringar og Ursula von der Leyen, framkvæmdastjóri ESB, fullyrt að enn sé umsókn Íslands í ESB í gildi. Sjálf er hún valin af Leiðtogaráði ESB þó svo að slíkt þurfi vissulega staðfestingu Evrópuþingsins. Hinir sömu, og völdu hana til valda innan ESB, ákváðu með sannarlegum hætti að viðurkenna þau erindi sem bárust frá Íslandi þess efnis að Ísland væri ekki lengur umsóknaraðili að ESB og það í tvígang með kosningum þar á milli til Alþingis. Þessi staðfesting var því ítrekuð af Íslands hálfu og tekið til greina hjá Leiðtogaráði ESB, þ.e. hinu sömu og völdu Ursulu von der Leyen í stól framkvæmdastjóra ESB.
Íslendingar eru ekki annað en á móti aðild að ESB. Við erum ekki á móti þeim 27 þjóðum sem sem mynda þetta miðstýrða samband ,,fullvalda“ ríkja. Við Íslendingar bara viljum ekki verða aðilar að ESB og framselja sjálfstæði okkar í meira mæli en nú er, flytja vald okkar í utanríkismálum í hendur ESB eða annað vald. Við viljum mun fremur standa vörð um löggjafavaldið (hafna bókun 35). Við viljum flest fá reglugerðavaldið frekar til baka heim og ramma inn sérreglur sem henta Íslendingum betur en þær sem hér eru settar oft á skjön og gullhúðaðar langt umfram það sem almennt þekkist innan ESB. Það eitt og sér er umtalsvert verkefni næstu ríkisstjórna sem hér taka við eftir að núverandi stjórnvöld verða kosin frá völdum á Íslandi. Þau eru nú þegar með aðeins um 50,35% atkvæða að baki sér skv. niðurstöðum síðustu kosninga til Alþingis.
Slík stjórn hefur veikt umboð frá Íslendingum og það að ESB ætli að ganga gegn fyrri ákvörðunum stjórna landsins er aðför að fullveldi Íslands. Saminganefnd ESB gat tekið við sendinefnd með Össur Skarphéðinssyni þv. utanríkisráðherra Íslands í fararbroddi fylkingar í Brussel 24. október 2012. En framkvæmdastjóri ESB getur hvorki virt erindi frá tveimur kjörnum ríkisstjórnum Íslands eftir þessa heimsókn er kölluðu báðar eftir að umsókn Íslands yrði dregin til baka né eigin leiðtogaráði sem framkvæmdastjórinn er sjálfur kjörinn af innan stjórnkerfis ESB.

Hversu langt ætla vinstri menn að ganga við að draga hér að sér meira vald en þeir hafa? Er þetta ekki bara orðið ágætt og rétt að boðað sé til kosninga fyrr en seinna? Íslensk þjóð verður að horfa til lengri framtíðar. Mikilvægt að hún láti ekki blekkjast sífellt og ítrekað af fölskum flöggum vinstri manna.