
47. forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, fór fram úr sér þegar hann kallaði forseta Úkraínu ,,einræðisherra“ (e. dictator). Volodymyr Selenskí, forseti Úrkaínu, tók við embætti eftir tvennar kosningar árið 2019. Í fyrri kosningunum 31. mars 2019 voru 39 frambjóðendur í framboði en þar sem enginn þeirra hlaut meirihluta atkvæða, þ.e. yfir 50%, voru haldnar aðrar kosningar 21. apríl sama ár milli þeirra sem fengu flest atkvæði í fyrri kosningunum. Slíkt er t.a.m. ekki viðhaft við forsetakjör í elsta lýðræðisríki heims, Íslandi. Í síðari umferð keppti Selenskí við Petro Poroshenko, ,,súkkulaðikonunginn“ og fyrrum forseta Úkraínu sem gegndi því embætti frá 2014 til 2019. Viðurnefnið fékk þessi milljarðamæringur og fv. forseti Úkraínu þar sem hann á og rekur afar stórt súkkulaðiframleiðslufyrirtæki, þ.e Roshen. Hlaut leikarinn vinsæli, Selenskí, rétt tæplega 75% gildra atkvæða og andstæðingur hans aðeins um 25%. Sigur Selenskí var því ótvíræður.
Ef farið hefði verið að kosningareglum áttu kosningar að hafa átt sér stað í mars eða apríl 2024 en þar sem Rússar, undir forystu Vladimir Pútíns, forseta Rússa, réðust inn í Úkraínu þann 24. febrúar 2022 voru sett herlög (e. martial law) í Úkraínu og hafa þau verið í gildi frá 22. febrúar 2022. Þess bera að geta að í kosningunum í Rússlandi 15.- 17. mars 2024 hlaut Pútin um 88,5% atkvæða. Innrás Rússa í febrúar 2022 var framhald frá innrás þeirra árið 2014 en þá tóku þeir Krímskaga yfir af Úkraínumönnum. Þessi hernaðarinnráss árið 2014 er talin hafa verið sú stærsta í Evrópu frá tímum síðari heimstyrjaldarinnar.
Franklin Delano Roosevelt (FDR), (fæddur 1882 og látinn 1945), ríkti sem forseti Bandaríkjanna frá 4. mars 1933 til dauðadags, þ.e. 12. apríl 1945 eða í rúm 12 ár. FDR varð því eini forsetinn sem setið hefur í embætti í þrjú kjörtímabil samfleytt og lést í raun á sínu fjórða kjörtímabili. Þar þurfti 22. viðauka við stjórnarskrá Bandaríkjanna til af þessu gæti orðið. Kennt var um að kreppan hafði leikið Bandaríkjamenn grátt og styrjöld yfirvofandi, þ.e. síðari heimstyrjöldin. Því var talið hyggilegast að FDR sæti lengur í embætti sínu.

Ekki er séð að Donald Trump, 47. forseti Bandaríkjanna, geti rekið stoðir undir málflutning sinn gagnvart Selenskí nema samhliða að gagnrýna 32. forseta Bandaríkjanna með sama hætti og þá sitt eigið ríki, Bandaríkin. Væri hann tilbúinn að ráðast gegn arfleifð Franklin Delano Roosevelts? Er Donald Trump tilbúinn að fullyrða að FDR hafi einnig verið einræðisherra og það til dauðadags?

Winston Churchill (fæddur 1874 og látinn 1965) tók við embætti forsætisráðherra Breta á miðju kjörtímabili og í miðju stríði þann 9. október 2040 eftir að fyrirrennari hann Neville Chamberlain náði engum árangri með samningum við nasistaforingjann Adolf Hitler, kanslara Þýskalands.

Kosningarnar fyrir embættistöku Churchills voru haldnar 14. nóvember 1935 og urðu ekki haldnar kosningar fyrr en fimmtudaginn 5. júlí 1945, þ.e. innan við 2 mánuðum eftir sigurinn í Evrópu. Þarna líða tæp 10 ár á milli kosninga. Mun Donald Trump ganga svo langt að líkja Winston Churchill við Adolf Hitler, Francisco Franco á Spáni eða hinn ítalska Benito Mussolini?
Það kann að vera að Donald Trump sé góður samningamaður í fasteignaviðskiptum. En svona gera menn ekki sem vilja láta aðra taka sig alvarlega og njóta einhverrar gáfulegrar arfleifðar til lengri tíma.
Það er mikilvægt að ná friði í Úkraínu og sáttum við Rússa. Fáir eru á móti slíku. Sáttin má ekki verða til þess að e.k. fordæmi myndist fyrir hinn stóra að láta smærri ríki verða fyrir hans ofríki. Friður verður að fela í sér framþróun í báðum þessum löndum og þá sérstaklega hvað varðar lýðræðisumbætur og aukið frelsi til almennings og fjölmiðla. Það er talsvert langt í land víða um heim hvað þetta varðar en við skulum ekki gefast upp. Við Íslendingar eigum að geta átt samleið með báðum þessum þjóðum, þ.e. bæði Rússum og Úkraínumönnum.