Mín helstu áherslumál


  • Húsnæðis- og skipulagsmál
  • Endurskoðun á kjörum og lagaumhverfi í tengslum við aldraða og öryrkja með leiðréttingu að leiðarljósi og bætt kjör
  • Húsnæðismál með sérstaka áherslu á hagsmuni ungs fólks, barnafólks þar sem leitast verður við að endurvekja verkamannabústaðarkerfið í einhverri mynd
  • Lækka skatta og álögur á fyrirtæki sem og einstaklinga en gæta jafnframt að tækjustofnum hins opinbera
  • Lágmarka skuldir ríkis og sveitarfélaga
  • Smærri og meðalstór fyrirtæki hafa ekki notið sammælis við stærri fyrirtæki og styrkja verður rekstrargrundvöll þeirra
  • Standa ber utan Evrópusambandsins en tryggja góða samvinnu við Evrópu almennt
  • Beina þróunarhjálp erlendis í farveg til að styrkja innviði ríkja, orkuöflun og vatnsbúskap ríkja auk mannúarmála af margvíslegu tagi
  • Snúa við sönnunarbyrði í öllum eftirlitsgeira hins opinbera og draga úr eftirlitsiðnaði
  • Endurskoða refsilöggjöf vegna fíkniefnamála
  • Styrkja samstarf okkar innan NATO og stuðla að meiri samvinnu við aðildarríkin á sviði varnarmála
  • Tryggja með Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN) að ungt fólk geti stundað nám erlendis án mikilla vandkvæða óháð stétt og stöðu
  • Stuðla að mannúðarmálum innanlands fyrir innflytjendur og treysta innleiðingu þeirra enn frekar í íslenskt samfélag
  • Takmarka samþykki Útlendingastofnunar á málum flóttamanna við afkastagetu, burði opininbera aðila og samfélagsins til að taka við og sinna því góða fólki sem sækir um hæli á Íslandi
  • Standa vörð um íslenskan sjávarútveg en stuðla að nýliðun og tryggja að bæjarfélög hafi úrræði til að verja stöðu sína varðadi viðskipti með aflaheimildir
  • Byggja hátæknisjúkrahús og koma því vel fyrir í okkar umhverfi, stuðla að bættri heilsuvernd og heilsugæslu með því að minnka biðraðir
  • Tryggja lífsgæði aldraða m.a. með bættum kjörum en síðast en ekki síst með því að takmarka biðraðir og tryggja að fólk geti búið saman til æviloka en ekki sundrað
  • Styrkja löggæslu í landinu og öryggismál innanlands m.a. með góðum flugsamgöngum á höfuðborgarsvæðinu
  • Breyta löggjöf um nauðungarsölur þar sem kröfuhöfum verði gert að bjóða í alla kröfu sína og allt að fasteignamati eigna eða skv. mati dómskvaddra matsmanna
  • Stefna á rafrænni stjórnsýslu á Íslandi (e. eGovernment) svo upplýsingaflæði til bæði skattgreiðenda og ráðamanna sé greið að nákvæmum lifandi upplýsingum
  • Efla erlenda fjárfestingu í innviðum á Íslandi, orkutengdum iðnaði og ferðaþjónustu
  • Stuðla að náttúruvernd og efla skórækt enn frekar í landinu
  • Byggja upp innviði fyrir ferðaþjónustu og leitast við að einkaaðilar fái að innheimta gjöld af ferðamönnum sem renna skulu að hluta í uppbyggingu innviða á viðkomandi stöðum
  • Tryggja gagnsæi í skattlagningu og streymi skattfjár í útgjaldaliði sem þeim var ætlað að dekka bæði hjá ríki- og sveitarfélögum
  • Standa vörð um höfundarétt og annan beinan og óbeinan eignarétt almennt sem virðist eiga undir högg að sækja