Ég býð mig fram í sveitastjórn Mosfellsbæjar á lista Miðflokksins fyrir næstu sveitastjórnarkosningar sem áformaðar eru laugardaginn 26. maí 2018. Ég er hægra megin við miðju í íslenskum stjórnmálum og brenn fyrir hag barnafólks, öryrkja og aldraða ásamt því að huga vel að fjármálum sveitarfélaga.

Á síðustu árum hef ég leitast við að vinna eins og orkan leyfir fyrir foreldrasamfélagið með setu í stjórnum foreldrafélags og samtaka foreldrafélaga í Mosfellbæ.

Ég óska eftir stuðningi allra Mosfellinga við lista Miðflokksins. Listann skipa reyndir einstaklingar, vel meinandi fólk með vill vinna fyrir þig í bæjarstjórn og skapa í Mosfellsbæ gott andrúmsloft í stjórnmálum.