Mörkum stefnu til framtíðar

Gerum ávallt gott samfélag betra

Ég býð mig fram í sveitastjórn Mosfellsbæjar á lista Miðflokksins og óháðra fyrir næstu sveitastjórnarkosningar sem áformaðar eru laugardaginn 26. maí 2018. Ég er hægra megin við miðju í íslenskum stjórnmálum og brenn fyrir hag barnafólks, öryrkja og aldraða ásamt því að huga vel að fjármálum sveitarfélaga.

Á síðustu árum hef ég leitast við að vinna eins og orkan leyfir fyrir foreldrasamfélagið með setu í stjórnum foreldrafélags og samtaka foreldrafélaga í Mosfellbæ.

Ég óska eftir stuðningi allra Mosfellinga við lista Miðflokksins og óháðra. Listann skipa reyndir einstaklingar, vel meinandi fólk með vill vinna fyrir þig í bæjarstjórn og skapa í Mosfellsbæ gott andrúmsloft í stjórnmálum.

Sveinn Óskar Sigurðsson er 49 ára og er framkvæmdastjóri og býður sig fram sem óháður fulltrúi á lista Miðflokksins í Mosfellsbæ fyrir sveitastjórnarkosningarnar 26. maí 2018.

Hann var áður fyrr formaður Fjölnis félags ungra sjálfstæðismanna í Rangárvallasýslu, í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna um árabil fyrir Suðurlandskjördæmi sem þá hét. Sveinn Óskar var formaður Sjálfstæðisfélags Mosfellinga. Sveinn sat í umhverfisnefnd Mosfellsbæjar. Sveinn Óskar er giftur Danith Chan og eiga þau tvær dætur.

Félagsstörf

Sveinn Óskar Sigurðsson var frá 2015-2017 talsmaður SAMMOS (áður FGMOS), samtök foreldrafélaga grunnskóla Mosfellsbæ. Auk þess að hafa starfað að félagsmálum um árabil hefur Sveinn Óskar starfað innan Sjálfstæðisflokkins frá unga aldri, formaður Fjölnis FUS í Rangárvallasýslu, sat í stjórn SUS um árabil fyrir Suðurkjördæmi, í stjórn og sem formaður Sjálfstæðisfélags Mosfellinga í Mosfellsbæ. Sveinn hefur átt sæti í umhverfisnefnd Mosfellsbæjar fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Sveinn Óskar er varaforseti Rótarýklúbbsins Þinghóls í Kópavogi. Sveinn Óskar hefur ritað greinar í Morgunblaðið í yfir 2 áratugi, ritaði ljóð í Lesbók Morgunblaðsins þegar það ágæta blað var gefið út og gaf út eina ljóðabók árið 1992. Sveinn er fastur penni á Eyjunni og hefur ávallt látið til sín taka um margvísleg málefni.

Menntun og stefnumál

Sveinn Óskar er 48 ára, hefur BA gráðu í heimspeki og hagfræði, MBA gráðu og MSc meistaragráðu í fjármálum fyrirtækja. Helstu áherslur Sveins eru fjölskyldumál, skólamál, málefni aldraða og öryrkja. Sveinn leggur áherslu á að tryggja beri hagsmuni barnafólks, húsnæðismál ungs fólks og leggja höfuðáherslu á fjármál aldraða sem tryggja á að allir sem komnir eru á efri ár geti haldið reisn sinni og nýtt starfskrafta sína og elju án þess að trygginabætur og lífeyrir skerðist.

Stuðla ber að því að tryggja stöðugleika í efnahagsmálum og vill Sveinn Óskar sjá kerfisbreytingar í lánamálum sem stuðli að því að vaxtastig í landinu lækki til langframa. Byggja þarf upp tryggar stoðir til að taka við auknum ferðamönnum til landsins og stuðla að því að skatttekur þeirrar greinar berist í innviði á Íslandi. Sveinn Óskar leggur áherslu á að nýta einkaframtakið til að takast á við biðraðavanda víða í samfélaginu, efla heilbrigðisþjónustu í landinu og tryggja umönnun allra landsmanna enda mannréttindi að fólk geti haldið lífsgæðum sínum út alla ævina. Fyrirmynd í fræðunum er Dr. Ólafur heitinn Björnsson prófessor að öðrum ólöstuðum sem leitað er til við lestur og ráðgjöf almennt.

Baráttan fyrir bættum kjörum er því síður en svo eitthvað óeðlilegt og óheilbrigt, eins og stundum er haldið fram, heldur er hún þver á móti sprottin af eðlilegri sjálfsbjargarhvöt manna. (Dr. Ólafur Björnsson prófessor, Haftastefna Eða Kjarabótastefna, 1953)

Þekking og reynsla

Sveinn Óskar þekkir vel til þróunarmála m.a. vegna stöðu sinnar sem ræðismaður þróunarríkissins Namibíu í yfir áratug og ráðgjafi á erlendri grundu fyrir opinbera aðila á Íslandi, fyrirtæki, fjármálastofnanir og einstaklinga. Sveinn Óskar hefur áhuga á innflytjendamálum sem miðar að því að ganga ekki það langt að fjölga hér fólki að ekki sé hægt að sinna þeim vel sem þegar eru komnir og eiga um sárt að binda.

Launajafnrétti er sérstakt áhugamál Sveins Óskars enda faðir tveggja stúlkna sem fara brátt út í atvinnulífið eftir menntun sína. Jafnrétti á á öllum sviðum mun ávallt miðast við framlegð, menntun og ábyrgð. Mikilvægt er að auka virkni þeirra sem hingað koma af erlendum uppruna og gera þeim að ná að aðlagast samfélaginu og læra gott íslenskt tal- og ritmál. Slíkt gerist ekki nema að bestu fagmenn á sviði menntunar á því sviði fá tækifæri til að sinna því sem allra best og þann tíma sem þarf til. Einnig þarf fólk almennt að geta þekkt okkar innviði og tekið samfélagslega ábyrgð varðandi menningu lands og lýðs á Íslandi. Endurskoða ber refsilöggjöf gagnvart fólki vegna fíkniefnabrota og stuðla að því að afglæpavæða fjölda þátta sem varðar fremur meðferðarúrræði og aðstoð í stað refsivistar.

Sveinn Óskar hefur reynslu af húsnæðismálum en hann starfaði á fasteignasölu föður síns um árabil áður en hann hélt í framhaldsnám á sviði fjármála. Sveinn Óskar hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu, rekur og hefur rekið fyrirtæki á sviði fasteignareksturs, fjármálaþjónustu og séð um áhættumat fyrir fyrirtæki víða um heim.

Fjölskylda

Sveinn Óskar Sigurðsson er búsettur í Mosfellsbæ ásamt eiginkonu sinni Danith Chan, sem er lögfræðingur LLM frá Háskóla Íslands og MBA frá Háskólanum í Reykjavík, og tveimur dætrum þeirra hjóna en önnur stundar nám við Menntaskólann í Reykjavík en sú yngri stundar nám við Varmárskóla í Mosfellsbæ. Foreldrar Sveins eru; Sigurður Óskarsson, fyrrum framkvæmdastjóri Verkalýðsfélags Rangæinga og miðstjórnarmanns um árabil hjá Alþýðusambandi Íslands (ASÍ), varaþingsmanns Sjálfstæðisflokksins fyrir Suðurland og formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokkins auk þess starfaði hann sem löggiltur fasteignasali í yfir áratug á höfuðborgarsvæðinu; Eygló Guðmundsdóttir húsmóðir og starfsmaður Tjaldborgs á Hellu um árabil ásamt því að starfa innan kvenfélags Oddakirkju. Þau búa nú í Kópavogi.